Markhópur

Flokkar


„Ertu“

„Ertu“

Vinnubók í lífsleikni fyrir mið og unglingastig grunnskóla. Hefur þú velt því fyrir þér hver þú ert? Þekkir þú eigin tilfinningar og áhrif þeirra á hugsun þína og hegðun? Hefur þú pælt í samskiptafærni þinni eða réttindum, skyldum og ábyrgð

Á mannamáli – ofbeldi á Íslandi

Á mannamáli – ofbeldi á Íslandi

Bókin fjallar um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi. Af einurð er fjallað um afbrotin, umræðuna, dómskerfið og ekki síst staðreyndirnar – á hátt sem allir skilja. Í bókinni eru sögur af sigrum og ósigrum, þar er vitnað til á

Að ná tökum á tilverunni

Að ná tökum á tilverunni

Er ætlað 11 til 14 ára nemendum. Efnið fjallar um bekkjarandann, unglingsárin, sjálfstraust, samskiptafærni, tilfinningar, vináttu, fjölskylduna, gagnrýna hugsun og markmið.

Að vaxa úr grasi

Að vaxa úr grasi

Heildstætt kennsluefni fyrir 1. til 5. bekk með áherslu á félags- og tilfinningaþroska, samvinnu, sjálfstraust og ákvarðanatöku.

Allir eiga rétt

Allir eiga rétt

Kennsluefni um réttindi, skyldur, samstöðu og umburðarlyndi. Höfundur er Susan Fountain. Ólöf Magnúsdóttir og Ólöf Júlíusdóttir þýddu. 
Í öðrum kafla þessa kennsluefnis um mannréttindi er fjallað um kynin. Þar er komið inn á stöðu kvenna víða í heiminum og spurt

Alls kyns um kynferðismál

Alls kyns um kynferðismál

Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum. Hún er einnig til textuð.

Alls kyns um kynþroskann

Alls kyns um kynþroskann

Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkama stelpna og stráka á þessu æviskeiði. Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum. Myndin er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10–12 ára. Hún er

Ástráður

Ástráður

Forvarnastarf læknanema. Forvarnastarfið byggist á skólaheimsóknum þar sem áhersla er lögð á fræðslu um kynsjúkdóma, getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Miðað er við að fara til nýnema í framhaldsskólum því þannig er hægt að ná til sem flestra. Eldri læknanemar sjá um

Áttavitinn og tótalráðgjöf

Áttavitinn og tótalráðgjöf

Áttavitinn er upplýsingagátt miðuð að ungu fólki á aldrinum 16-25 ára. Á síðunni má finna hagnýtan fróðleik sem viðkemur hinum ýmsu sviðum lífsins. Um Tótal ráðgjöf: Öflugt ráðgjafateymi svarar spurningum ásamt ýmsum fagaðilum og stofnunum. Teymið samanstendur af fagfólki sem

Ævintýralegt jafnrétti

Ævintýralegt jafnrétti

Þróunarverkefni sem unnið var í leikskólanum Iðavelli á Akureyri veturinn 2013-2014. Kennsluefni í jafnréttisfræðslu í leikskóla. Kynjahugmyndir leikskólabarna. Markmið þróunarverkefnissins var þríþætt: Fyrir börnin: Að vinna með og efla jafnréttisvitund leikskólabarna. Fyrir kennara/skólann: Að efla vitneskju kennarar um leiðir og

Barnahús – upplýsingarbæklingur

Barnahús – upplýsingarbæklingur

Barnahús sinnir málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Í þessum einblöðungi er fjallað um starfsemi Barnahúss, helstu markmið og þjónustu. Auk þess er farið yfir hvað á að gera ef grunur er um

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna

Vefur um réttindi barna fyrir börn, unglinga, kennara og foreldra. Fróðleikur og gagnvirk verkefni fyrir nemendur og ýmsar upplýsingar fyrir kennara og foreldra um Barnasáttmálann og réttindi barna, ásamt kennsluhugmyndum. Efnið er hægt að nýta eitt og sér eða sem

Ber það sem eftir er: Sexting og hrelliklám

Ber það sem eftir er: Sexting og hrelliklám

Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga er sífellt meira í umræðunni, enda getur það haft alvarlegar afleiðingar. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu – og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent

Blátt áfram – forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum

Blátt áfram – forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum

Blátt áfram vinnur að forvörnum gegn ofbeldi á börnum með fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og samfélagsins alls. Í fræðslunni er bent á áhrifaríkar aðferðir til að taka þau skref sem þarf til að vernda börn frá því að verða fyrir ofbeldi. Blátt áfram býður

Börn og miðlanotkun

Börn og miðlanotkun

Hvernig má efla miðlalæsi barna með samtali foreldra og barna? Hvernig má hjálpa börnum að nálgast miðlaefni við sitt hæfi og hvetja þau til að framleiða sitt eigið efni? Hvernig má auka öryggi barna gagnvart skaðlegu miðlaefni og hvað er

Býrð þú við ofbeldi?

Býrð þú við ofbeldi?

Bæklingur sem fjallar um algengustu tegundir ofbeldis í nánum samböndum, meðal annars andlegt, líkamlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt ofbeldi. Bæklingurinn er á íslensku, ensku og pólsku.

Eg  á tvær mömmur og engan pabba

Eg á tvær mömmur og engan pabba

Verkefni um hvernig leikskólar geta unnið að fræðslu um ólíkar fjölskyldugerðir. Inniheldur nám og kennsluáætlun fyrir leikskólabörn er miða að því að auka samkennd, umburðarlyndi og víðsýni gagnvart ólíkum einstaklingum og hópum í samfélaginu.

Ég er bara ég

Ég er bara ég

Myndasaga um veru sem verður til á rannsóknarstofu og getur smeygt sér inn í fólk. Í sögunni smeygir hún sér inn í marga mismunandi krakka sem eru á miðstigi grunnskólans. Þannig er með þessu verið að kenna börnunum hve misjöfn

Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti

Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti

Þessu námsefni er ætlað að vera grundvöllur að umfjöllun og vinnu í tengslum við jafnréttismenntun í skólum. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 falla jafnréttismál undir samfélagsgreinar. Að auki er jafnrétti einn af sex grunnþáttum menntunar og á því að vera

Einelti, helvíti á jörð

Einelti, helvíti á jörð

Heimildarmynd sem lýsir nöturlegri reynslu nokkurra einstaklinga af því að vera lagðir í einelti. Myndinni er ætlað að vekja áhorfandann til umhugsunar um alvarlegar afleiðingar eineltis og hve mikilvægt það er að koma fram við aðra eins og maður vill að komið

Eru fjöllin blá?

Eru fjöllin blá?

Bók fyrir unga heimspekinga: Áhugaverð bók fyrir unga heimspekinga á aldrinum fjögurra til tíu ára. Í bókinni eru 10 stuttar siðferðisklípusögur sem snúa að heimi barna, upplifun þeirra á daglegu lífi og tilfinningum. BÓK FYRIR UNGA HEIMSPEKINGA ætluð börnum á

Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki

Erum við öll jöfn? Kynjamál og heimspeki

Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Stuttar örsögur og spurningar þjóna sem kveikjur að heimspekilegum samræðum þar sem reynt er að efla skilning á kynjamálunum. Ítarlegar tillögur að notkunarmöguleikum má finna aftast í bókinni. Bókin

Fáðu já!

Fáðu já!

Fáðu já! er 20 mínútna stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum. Leiðarvísir fyrir starfsfólk grunnskóla fylgir.

Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Fræðslumynd fyrir börn gegn kynferðislegu ofbeldi

Stýrihópur velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og innanríkisráðuneytis um aðgerðir gegn ofbeldi og afleiðingum þess, ásamt Barnaverndarstofu og Umboðsmanni barna hafa óskað eftir því við skólastjórnendur grunnskóla að sýna fræðslumyndina sem hér fylgir í skólum þann 18. nóvember 2015.

Gegn einelti

Gegn einelti

Skilaboð kvennalandsliðs Íslands í knattspyrnu gegn einelti – Fögnum fjölbreytileikanum.

Hinn launhelgi glæpur

Hinn launhelgi glæpur

Hinn launhelgi glæpur er framlag til umræðu um kynferðisbrot gegn börnum og skerfur til frekari skilnings á orsökum þeirra og afleiðingum. Í bókinni er á þriðja tug greina, flestar ritrýndar, þar sem fjallað er um viðfangsefnið á forsendum ólíkra fræðigreina,

Hulstur utan um sál

Hulstur utan um sál

Bókin útskýrir á einfaldan hátt hvernig börnin verða til. Fjallað er um ástina og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir langa bið eða þegar síst skyldi. Sjónarhornið færist milli níu barna sem eiga sér ólíka sköpunarsögu og búa við mismunandi fjölskylduaðstæður.

Illi kall

Illi kall

Barnabókin Illi kall er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu. Bókinni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn. Bókin á

Jafnréttishandbókin

Jafnréttishandbókin

Jafnréttishandbókin fjallar um jafnrétti í skólastarfi, þá ábyrgð sem skólarnir ættu að hafa í þeim málum og skyldur hans. Fjallað er um það hvernig hægt er að stuðla að jafnrétti innan skólanna með því að gera sér grein fyrir fjölbreytileika

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Í þessari bók eru lagðar fram tillögur um jafnréttisuppeldi drengja, en þeir hafa verið taldir eiga undir högg að sækja í skólakerfinu eins og það hefur þróast til dagsins í dag. Höfundur bókarinnar, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, kemst þó að þeirri

Katla gamla

Katla gamla

Leikin mynd um einelti og fyrirgefningu, með myndinni fylgja kennsluhugmyndir.

Kjaftað um kynlíf

Kjaftað um kynlíf

Handbók fyrir fullorðna til að tala um kynlíf við börn frá fæðingu til framhaldsskóla. Bókin heldur í hönd þína og leiðir þig í gegnum hvað sé að gerast á hverjum aldri fyrir sig og hvað sé eðlilegt og hvað ekki.

Komdu og skoðaðu líkamann

Komdu og skoðaðu líkamann

Fjallað um gerð líkamans, starfsemi hans og þarfir. Með þessu efni er fáanleg kennarabók í stóru broti. Textinn í henni er ítarlegri en í nemendabókinni.

Kompás

Kompás

Handbók um mannréttindafræðslu fyrir ungt fólk. Hugmyndir og hagnýt verkefni með áherslu á jafnrétti og mannlega reisn.

Krakkarnir í hverfinu

Krakkarnir í hverfinu

Fræðslusýningunni Krakkarnir í hverfinu er ætlað að auðvelda börnum að segja frá kynferðislegu ofbeldi sem þau verða fyrir. Boðskapur sýningarinnar er: Þú færð hjálp ef þú segir frá. Fyrir 2. bekk.

Kroppurinn er kraftaverk: Líkamsvirðing fyrir börn

Kroppurinn er kraftaverk: Líkamsvirðing fyrir börn

Kroppurinn er kraftaverk er bók fyrir börn á aldrinum þriggja til sjö ára sem var skrifuð í von um að efla heilbrigða líkamsmynd barna og virðingu fyrir fjölbreytileikanum. Bókin hefur að geyma fjögur grundvallaratriði í tengslum við líkamsvirðingu: líkamsvitund, umhyggju fyrir

Kynferðisleg hegðun barna, hvað er eðlilegt?

Kynferðisleg hegðun barna, hvað er eðlilegt?

Bæklingur um það hvernig greina má á milli eðlilegrar kynferðislegrar hegðunar barna og óeðlilegrar. Í bæklingnum eru atriði sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að fylgjast með kynferðislegri hegðun barna á leikskólaaldri og þar til

Kynfræðsluvefurinn

Kynfræðsluvefurinn

Fræðslu- og námsvefur þar sem fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði.

Kynjamyndir í skólastarfi

Kynjamyndir í skólastarfi

Í bókinni tekið fyrir nám, kennsla og stjórnun skóla í ljósi kynjafræðinnar. Bókin skiptist í 11 kafla og fjalla þeir m.a. um kynferði og vísindi, karlmennsku og kvenleika, konur og kennslu og femínískar kenningar.

Kynleg umræða

Kynleg umræða

Saga er lesin þar sem hefðbundnum kynjahlutverkum er ruglað til að kveikja nemendur til umhugsunar. Börnunum er síðan skipt í tvo hópa sem koma saman við blöðin á gólfinu. Annar hópurinn teiknar karl og hinn hópurinn teiknar konu. Mikilvægt er

Kynlega klippt og skorið

Kynlega klippt og skorið

Kennsluleiðbeiningar með þemahefti um kynjamál fyrir 10. bekk grunnskóla. Kynlega klippt og skorið er lýsandi heiti á þessu námsefni um kynjamál. Nemendaheftið er sett upp eins og úrklippusafn með efni sem snertir stöðu og hlutverk kynjanna á einn eða annan

Kynlíf

Kynlíf

Þetta námsefni í kynfræðslu skiptist í blöð sem ætluð eru hvoru kyni fyrir sig. Efnistök blaðanna eru þó hin sömu. Í blöðunum er fjallað um kynlíf og kynþroskann. Ætlast er til að nemendur fái blaðið til eignar. Einnig fylgir myndband

Kynungabók

Kynungabók

Upplýsingar um jafnrétti kynja til að vekja ungt fólk til umhugsunar um mótun kynjanna út frá menningu og umhverfi

Leiðin áfram

Leiðin áfram

Fræðslumyndbönd um réttarvörslukerfið fyrir brotaþola og aðstandendur þeirra. Myndböndunum er skipt eftir aldri brotaþola, fyrir 14 ára og yngri og 15 ára og eldri. Leiðin áfram er textuð á sex tungumál og er þannig aðgengileg unglingum af erlendum uppruna og foreldrum

Lífssögur ungs fólks: Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar

Lífssögur ungs fólks: Samskipti, áhættuhegðun, styrkleikar

Bókin lífssögur ungs fólks byggist á viðamikilli langtímarannsókn Dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, þar sem kannaðir eru ýmsir þroskaþættir ungmenna frá upphafi unglingsára fram á þrítugsaldur. Sérstök áhersla er þar lögð á að skoða

Litli-kompás

Litli-kompás

Handbók um mannréttindamenntun fyrir börn. Í bókinni eru 40 fjölbreytt verkefni sem þroska gagnrýna hugsun, ábyrgð og réttlætiskennd og stuðla að því að börn læri að grípa til aðgerða og leggja sitt af mörkum til hagsbóta fyrir skólann sinn og

Menntun, forysta og kynferði

Menntun, forysta og kynferði

Í bókinni er fjallað um jafnréttisáhersluna sem kom upp í skólastarfi á 8. og 9. áratug síðustu aldar og það hvernig staða drengja í skólum er talin vera orðin lök. Hún tekur það fyrir hvað konur eru orðnar margar í

Nám í skóla um hamingju og velferð · Að sitja fíl

Nám í skóla um hamingju og velferð · Að sitja fíl

Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl er handbók fyrir kennara sem byggist á hugmyndum jákvæðrar sálfræði. Í henni er meðal annars að finna hugmyndir um viðfangsefni í kennslustundum og ráðleggingar um hvernig má innleiða verkefni sem

Nýir drengir og nýjar stúlkur – ný uppeldisstefna?

Nýir drengir og nýjar stúlkur – ný uppeldisstefna?

Þetta er bók sem sýnir fram á hversu margt það er sem er ólikt fyrir stráka og stelpur. Þannig þurfa þau oft og tíðum á misjöfnum upplifunum að halda til að geta verið hamingjusöm. Þessi bók er því kjörin fyrir

Ofbeldi – hugtakaleikur

Ofbeldi – hugtakaleikur

Ofbeldi á sér stað. Þegar skólar vinna að því að skilgreina jákvæð samskipti og skólabrag snýst það að miklu leyti um að byggja upp samskiptamynstur og andrúmsloft þar sem ofbeldi er í lágmarki. Í flestum skólum tekst þetta vel og oft tengist

Ofbeldi á heimili – með augum barna

Ofbeldi á heimili – með augum barna

Bókin er framlag til rannsókna á heimilisofbeldi, vanrækslu og misbeitingu gagnvart börnum og mæðrum og er jafnframt innlegg í baráttuna gegn þessu alvarlega þjóðfélagsmeini. Hvaða vitneskju hafa börn og unglingar um ofbeldi á heimilum? Hvernig bregðast þau við ofbeldi á

Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla

Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla

Umfjöllunarefni þessarar handbókar er ofbeldi sem börn verða fyrir en markmiðið er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til

Öflugir strákar

Öflugir Strákar er fyrirbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið fyrir stráka. Námskeiðin eru byggð á bókunum Strákar og Öflugir Strákar eftir Bjarna Fritzson. Námskeiðin eru kennd í gegnum fyrirlestra, verkefnavinnu, upplifun og tjáningarleiki. Nánari upplýsingar eru að finna hér.    

Örugg saman

Örugg saman

Fræðsluefni sem samanstendur af kennarahefti og nemendahefti. Örugg saman fjallar um andlegt, líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi í nánum samskiptum og hvernig megi bregðast við ef ofbeldi á sér stað. Efnið er byggt á bandaríska námsefninu Safe Dates. Örugg saman er

Píkutorfan

Píkutorfan

Í bókinni er að finna 20 sjálfstæðar greinar um óskrifaðar reglur kynjahlutverkanna og hvernig höfundar greinanna hafa lent í þeim. Bókin var skrifuð af ungum femínistum í Svíþjóð með það að markmiði að virkja gagnrýna hugsun um þessi mál.  

SAFT fræðsla

SAFT fræðsla

Heimili og skóli og SAFT, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi, gefa út fjölbreytt námsefni, bjóða upp á fjölda fyrirlestra og námskeið um netið og nýmiðla fyrir nemendur, foreldrafélög, skólaráð, kennara og félagasamtök. 1) Netið og samfélagsmiðlar, 2) Unglingarnir

Sagan af Sylvíu og Darra

Sagan af Sylvíu og Darra

Sagan segir frá þeim Sylvíu og Darra sem eru ungt par sem er að hefja sambúð. Þegar sambúðin er hafin komast þau að því að hugmyndir þeirra um verkaskiptingu innan heimilisins er mjög ólík. Þegar þau eru bæði komin í

Sambönd og samskipti

Sambönd og samskipti

Greinar og upplýsingar um ýmislegt er varðar sambönd og samskipti ungmenna. Fjallað er um heilbrigð sambönd og einnig gefin góð ráð um hvernig best er að bregðast við þegar fólk lendir í alvarlegum erfiðleikum í samböndum við kærustu/kærasta eða sína

Samræða í dagsins önn: Jafnrétti

Samræða í dagsins önn: Jafnrétti

Samskipti kynjanna er viðfangsefni þessa verkefnis en það er hitamál í víða í hinum vestræna heimi. Þegar slík málefni eru tekin til umræðu í hópi unglinga spretta fram sterkar skoðanir, fordómar, staðalímyndir og hugsjónir. Oft verður umræðan tilfinningaþrungin og aðilar

Samtökin 78

Samtökin 78

Fyrir nemendur: Boðið er uppá jafningjafræðslu í efri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum. Tilgangur fundanna er að fræða og upplýsa nemendur um hvað í því felst að vera hinsegin manneskja og hvernig beri að nálgast þennan þátt lífsins á ábyrgan

Samvinnuleikir

Samvinnuleikir

Þegar unnið er með fjölbreyttan barnahóp er mikilvægt að leggja áherslu á að efla samvinnu á milli barnanna. Það má meðal annars gera með því að fara í leiki eða vinna verkefni sem hafa það að markmiði að allir vinni

Samþykki er sexý

Samþykki er sexý

Samþykkishópurinn (bæklingur). Samþykki er sexý, um mörk kynlífs og ofbeldis.

Sigga Dögg – kynfræðingur

Sigga Dögg – kynfræðingur

Kynfræðsla fyrir unglinga í grunnskólum, allt frá 5. bekk til 10. bekkjar og í framhaldsskólum – bæði í lífsleikni, þemadögum og á vegum nemendafélaganna. Fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk skóla (kennarar, hjúkrunarfræðingar, starfsfólk félagsmiðstöðva): Hvernig tala fullorðnir við börn og unglinga um kynlíf?

Sjúk ást

Sjúk ást

Sjúk ást er forvarnarverkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna. Verkefnið snýst um að fræða ungt fólk um mörk og samþykki og er markmiðið að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum. Meðal þess sem hægt

Spor 1 – 4 klípusögur

Spor 1 – 4 klípusögur

Lífsleiknibækur fyrir yngsta stig Spor 1 – 4. Helstu markmið efnisins eru að efla tilfinningaþroska og samskiptahæfni nemenda

Sports, Media and Stereotypes: Women and Men in Sports and Media

Sports, Media and Stereotypes: Women and Men in Sports and Media

Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að skapa þekkingu á hlut og hlutverk karla og kvenna í íþróttafréttum í Evrópu og hinsvegar að finna leiðir til að brjóta upp staðalmyndir kynjanna í tengslum við íþróttir. Fjölmiðlar eiga stóran þátt í

Stattu með þér!

Stattu með þér!

Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Forvarnar- og fræðsluefnið Stattu með þér!, sem er 20 mínútna löng stuttmynd ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. Stattu

Stelpur geta allt

Stelpur geta allt eru fyrirbyggjandi sjálfstyrkingarnámskeið sem miða að því að styrkja þekkingu stelpna á hugtakinu sjálfsmynd ásamt því að leggja til leiðir sem þátttakendur geta notfært sér til þess að koma í veg fyrir neikvæða þróun á eigin sjálfsmynd.

Sterkari út í lífið

Sterkari út í lífið

Markmið verkefnisins er að auka aðgengi foreldra að efni sem ætlað er til að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snýr að styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga og hægt er að nota heima við. Þá geta kennarar og annað fagfólk einnig

Stig af stigi

Stig af stigi

Stig af stigi er þjálfunarefni sem ætlað er að auka félags– og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4 – 10 ára.  Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa

Svona varð ég til

Svona varð ég til

Flestir krakkar spyrja sig einhvern tíma spurninga á borð við: Hvernig verða börnin eiginlega til? Er það satt að öll börn verði til úr frumu og eggi? Hafa allir verið í maganum á mömmu sinni og hvað gerist þar inni

Tölum saman: Kynlíf –unglingar

Tölum saman: Kynlíf –unglingar

Bæklingur fyrir unglinga þar sem meðal annars skrifað um rétt unglinga í kynlífi, bjartar og dökkar hliðar kynlífs og hvert hægt sé að leita til að fá upplýsingar um kynlíf

Tölum saman: Samskipti foreldra og barna um kynlíf

Tölum saman: Samskipti foreldra og barna um kynlíf

Bæklingur þar sem fjallað er um mikilvægi þess að börn og unglingar fræðist um kynlíf, þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum og leiðir fyrir foreldra til að ræða um kynlíf við börn og unglinga.

Um stelpur og stráka: Kynfræðsla – kennsluleiðbeiningar

Um stelpur og stráka: Kynfræðsla – kennsluleiðbeiningar

Bókin er í fjórum köflum. Fyrsti kaflinn er um kynþroskann og þær breytingar sem hann hefur í för með sér. Kafli tvö er um ást og kynlíf. Sá þriðji fjallar um kynheilbrigði og fjórði og síðasti kaflinn er um barneignir.

Umboðsmaður barna

Umboðsmaður barna

Vefsíðunni Barn.is er haldið úti af Umboðsmanni barna á Íslandi en hann vinnur að því að bæta hag barna og unglinga og gætir þess að tekið sér tillit til réttinda barna, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Á vefsíðunni

Uppvöxtur í lýðræði

Uppvöxtur í lýðræði

Handbók ætluð kennurum. Í ritinu Uppvöxtur í lýðræði er að finna kennsluáætlanir um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindi fyrir miðstig grunnskóla.

Úr viðjum vanans

Úr viðjum vanans

Þetta er B.Ed. verkefni Höllu Gunnarsdóttur frá Kennaraháskóla Íslands frá árinu 2002 og jafnframt fræðsla fyrir kennara og fólk sem starfar við uppeldismál. Í ritgerðinni er kynmótun og kynferðislegt ofbeldi tekið fyrir. Þar eru einnig hugmyndir að kennsluefni tengdu þessum

Verndarar barna

Verndarar barna

Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af festu og ábyrgð. Námsefnið

Verndum börn

Verndum börn

Upplýsingar um ofbeldi á börnum, einkenni, afleiðingar og hvert er hægt að leita ef grunur vaknar um ofbeldi á barni. Samkvæmt Barnasáttmálanum skulu allir sem taka ákvarðanir fyrir börn taka mið af því sem er börnum fyrir bestu og þeir

Verndum þau

Verndum þau

Það er mikilvægt fyrir alla þá sem starfa með börnum og unglingum að vera meðvitaðir um skyldur sínar og ábyrgð. Þeir þurfa að geta lesið í vísbendingar um hvort vanræksla eða ofbeldi, hvort sem það er andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt,

Vinátta

Vinátta

Forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti. Efnið er ætlað leikskólum, fyrstu bekkjum grunnskóla ásamt dagforeldrum. Vinátta eða  Fri for mobberi  byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu samofin öllu skólastarfinu auk raunhæfra verkefna fyrir nemendur, starfsfólk og

Vinir Zippýs

Vinir Zippýs

Námsefni fyrir fimm til sjö ára börn um ráð til glíma við erfiðleika í daglegu lífi, tilfinningar og aðstoð við aðra. Leiðbeiningar og námskeið fyrir foreldra og kennara.

Virðing og umhyggja – Ákall til 21. aldar

Virðing og umhyggja – Ákall til 21. aldar

Fátt er mikilvægara en uppeldi og menntun æskufólks. Hér er athyglinni beint að því hlutverki uppalenda, einkum í skólastarfi, að rækta mikilvæg gildi í samskiptum fólks sem almenn samstaða ríkir um: Virðingu og umhyggju, vináttu og kærleika, réttlæti og umburðarlyndi.

Þátttaka í lýðræði

Þátttaka í lýðræði

Handbók ætluð kennurum. Kennsluáætlanir um lýðræðislega borgaravitund og mannréttindamenntun fyrir framhaldsskólastig.

Þegar Rósa var Ragnar, þegar Friðrik var Fríða

Þegar Rósa var Ragnar, þegar Friðrik var Fríða

Bókinni er ætlað að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Bókin samanstendur af tveimur sögum, sögunni um Friðrik og sögunni um Rósu sem vakna morgun einn sem gagnstætt kyn. Við fylgjumst með þeim einn dag, bæði heima

Þetta er líkami minn

Þetta er líkami minn

Bókin er skrifuð til að aðstoða fullorðna og börn á leikskólaaldri við að ræða saman á opinn og óþvingaðan hátt um leiðir til að vernda börn gegn ofbeldi. Meginmarkmið bókarinnar er að gera börn meðvituð um yfirráð þeirra yfir líkama

Þetta eru mínir einkastaðir

Þetta eru mínir einkastaðir

Bókin er um líkamann og heilbrigð samskipti. Frábært innlegg í forvarnarvinnu með börnum. Bókin hvetur einnig börn til að vera óhrædd við að segja frá að misnotkun hafi hún átt sér stað.

Þjóðfélagsfræði – Á ferð um samfélagið

Þjóðfélagsfræði – Á ferð um samfélagið

Á ferð um samfélagið er kennslubók í þjóðfélagsfræði fyrir unglingastig grunnskóla. Bókin skiptist í fjóra hluta og 11 sjálfstæða kafla. Hægt er að nálgast bókina prentaða, sem rafbók og sem hljóðbók ásamt kennsluleiðbeiningum.