Skólaárið 2012-2013 var unnið að innleiðingu aðalnámskrár í grunnskólum Garðabæjar í gegnum verkefnið Grunnþættir menntunar. Megináhersla var lögð á endurskoðun námsmats og sex grunnþætti menntunar. Ákveðið var að grunnskólar Garðabæjar ynnu sameiginlega að innleiðingunni í gegnum samstarfsvettvanginn Menntaklif. Stofnuð var verkefnastjórn stjórnenda í grunnkólum, skólaskrifstofu og Menntaklifs og lagði hún grunn að dagskrá vetrarins. Hér má sjá dagskrá vetrarins.

 

IMG_3609