Illi kall

Barnabókin Illi kall er gefin út af Máli og menningu í samstarfi við Barnaverndarstofu. Bókinni er ætlað að opna umræðu um áhrif heimilisofbeldis á börn og hjálpa fullorðnum í nærumhverfi barna til að ræða viðfangsefni hennar við börn.
Bókin á erindi við alla, fullorðna, unglinga og börn sem komin eru með þroska til að meðtaka viðfangsefni hennar. Boðskapur sögunnar er tvíþættur:  Það er hægt að leysa jafnvel illviðráðanlegustu vandamál og lykillinn að lausn slíkra vandamála er ævinlega að segja frá.

Fyrir börn sem búa við heimilisofbeldi getur þessi vitneskja skipt sköpum.

 

Sagan fjallar um Boga sem býr með mömmu sinni og pabba.

Stundum liggur vel á pabba, þá hlær mamma og allt er gott.  En stundum dregur pabbi dökku hlerana fyrir augun og harðlokar andlitinu. Þá vill Illi kall komast út  og það er alveg sama hvað Bogi lofar að vera góður, Illi kall tekur völdin og allir sjá það nema pabbi.  Á eftir er pabbi leiður og lofar að reiðast aldrei aftur. Boga finnst hann vera lokaður á bak við þúsund læstar dyr en á endanum finnur hann samt leiðina út – hann segir frá og pabbi fær hjálp.

Illi kall er íslensk útgáfa norsku verðlaunabókarinnar SINNA MANN

Útgefandi
Forlagið og Barnaverndastofa, Gro Dahle og Svein Nyhus, þýðing Sigrún Árnadóttir (2010)
Hvað
Barnabók
Vefslóð
https://www.forlagid.is/vara/illi-kall/
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig, Miðstig
Illi kall