Þegar Rósa var Ragnar, þegar Friðrik var Fríða

Bókinni er ætlað að skapa umræður með ungum börnum um kynhlutverk og jafnrétti. Bókin samanstendur af tveimur sögum, sögunni um Friðrik og sögunni um Rósu sem vakna morgun einn sem gagnstætt kyn. Við fylgjumst með þeim einn dag, bæði heima og í leikskólanum og fáum að upplifa væntingar og kröfur sem gerðar eru til þeirra út frá kyni. Bókin endurspeglar veruleikann eins og hann er, það er að stelpur og strákar fá mismunandi skilaboð, frá öðrum börnum og frá fullorðnum.

Mikilvægt er að hinir fullorðnu kynni sér efni bókarinnar vel áður en hún er lesin fyrir börnin. Þeir sem ætla að nota bókina í jafnréttisstarfi með börnum þurfa að vera meðvitaðir um álitamálin ef bókin á að nýtast eins og til er ætlast.

Vefslóðir:

Útgefandi
Jafnréttisstofa; Félags- og tryggingamálaráðuneytið (2009)
Hvað
Barnabók, kennsluleiðbeiningar
Vefslóð
http://rafhladan.is/bitstream/handle/10802/3319/thegar_rosa_var_ragnar.pdf?sequence=1
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig, Heimili - foreldrar
Þegar Rósa var Ragnar, þegar Friðrik var Fríða
Flokkað undir: