Menntaklif er þekkingartorg fyrir þróun og miðlun þekkingar og reynslu þvert á skóla, skólastig, félög og stofnanir í Garðabæ

Haustið 2012 stofnuðu grunnskólar í Garðabæ, fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar og Klifið vettvanginn Menntaklif. Frá og með skólaárinu 2013 útvíkkaði hlutverk Menntaklifsins með verkefninu Velferð barna í Garðabæ. Þátttökuaðilar verkefnisins eru allar stofnanir og félög í Garðabæ sem starfa með börnum og ungmennum. Menntaklifið hefur því orðið að sameiginlegum vettvangi fyrir fleiri stofnanir og félög í Garðabæ.

Markmið:

Með Menntaklifinu er samvinnuandi milli stofnana og félaga þvert á skólastig efldur enn frekar. Menntaklif er óháður vettvangur til að miðla þekkingu og reynslu þvert á skóla, skólastig, félög, stofnanir í nærsamfélaginu. Hugmyndafræði þess byggir m.a. á VAXA starfsþróunarlíkaninu, hugmyndum um lærdómssamfélög og klasa hugmyndafræðinni.  Aðferðir Menntaklifs stuðla að því að nærsamfélagið starfi sem ein heild, ýtt er burtu hindrunum við starfsþróun og um leið byggt upp enn kröftugra lærdómssamfélag.

Verkefni í verkefnastjórn Menntaklifs:

  • 2015 – 2016: Velferð barna í Garðabæ. Verkefni styrkt af Þróunarsjóði Garðabæjar. Þróun grunnnámskeiða fyrir alla sem vinna með börnum í Garðabæ.
  • 2015 – 2016: Þróunarverkefnið SKÍN – faglegt skólastarf í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla.
  • 2014 – 2015: Frá frumkvæði til framkvæmdar. Sprotasjóðsverkefni í samstarfi við Flataskóla, Garðaskóla, Félag kennara í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og Menntavísindasvið HÍ.
  • 2013 – 2015: Sprotasjóðsverkefnið Velferð barna í Garðabæ, en verkefnið er liður í því að setja fram heildstæða stefnu í málaflokknum meðal skólastofnanna, íþrótta- og tómstundafélaga í Garðabæ.
  • 2013 – 2015: Comeníusar Regio samstarfsverkefni ásamt skólaskrifstofu Garðabæjar og sveitarfélagisns Southend-on-Sea.  Þróun og framfarir í skólamálum eru í brennidepli í verkefninu.
  • 2012 – 2013: Innleiðing á grunnþáttum menntunar skv. nýrri aðalnámskrá í grunnskólum Garðabæjar í samvinnu við skólaskrifstofu Garðabæjar.

VAXA