
Bókin lífssögur ungs fólks byggist á viðamikilli langtímarannsókn Dr. Sigrúnar Aðalbjarnardóttur, prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands, þar sem kannaðir eru ýmsir þroskaþættir ungmenna frá upphafi unglingsára fram á þrítugsaldur. Sérstök áhersla er þar lögð á að skoða hvernig uppeldisaðferðir foreldra geta haft áhrif á samskiptahæfni ungmenna og líðan, sjálfstraust þeirra og trú á eigin sjálfstjórn, námsgengi og áhættuhegðun allt að átta árum fram í tímann.
Raktar eru áhugaverðar lífssögur fimm ungmenna frá því þau eru á sextánda ári og fram á fertugsaldur. Þar lýsa þau samskiptum sínum við þá sem þeim eru nánir: foreldra, vini, sambúðarfólk og eigin börn. Styrkleikar þeirra eru dregnir fram sem og uppeldissýn þeirra, meðal annars þau gildi sem þau vilja rækta með börnum sínum. Í þessari bók beinist athyglin að því mikilvæga hlutverki uppalenda að hlúa að vellíðan og velferð æskunnar.
- Útgefandi
- Háskólaútgáfan
- Hvað
- Bók
- Vefslóð
- https://www.forlagid.is/vara/lifssoegur-ungs-folks/
- Fyrir
- Starfsfólk, Heimili - foreldrar