
Kennsluleiðbeiningar með þemahefti um kynjamál fyrir 10. bekk grunnskóla. Kynlega klippt og skorið er lýsandi heiti á þessu námsefni um kynjamál. Nemendaheftið er sett upp eins og úrklippusafn með efni sem snertir stöðu og hlutverk kynjanna á einn eða annan hátt. Þannig eru ýmsir sterkir áhrifavaldar í umhverfi okkar skoðaðir með tilliti til kynhlutverka og annarra kynbundinna aðstæðna. Fjöldamenningin er skoðuð á gagnrýninn hátt, einkum þau áhrif sem hún hefur haft á viðhorf okkar í gegnum tíðina. Þannig birtast okkur þekktar ævintýrapersónur eða hetjur Íslendingasagnanna í nýju ljósi. Bent er á að staðlaðar hugmyndir um hlutverk kynjanna leynast allt í kringum okkur, hvort sem litið er á minningargreinar, íþróttakappleiki, barnaleikföng eða fornsögurnar
- Útgefandi
- Námsgagnastofnun
- Hvað
- Þemahefti
- Vefslóð
- http://vefir.nams.is/kynleg/kynleg.pdf
- Fyrir
- Unglingastig