Stattu með þér!

Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Forvarnar- og fræðsluefnið Stattu með þér!, sem er 20 mínútna löng stuttmynd ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. Stattu með þér! er fyrsta fræðsluefni sinnar tegundar fyrir þennan aldurshóp og standa vonir til að kennarar og foreldrar nýti það til að efla 10-12 ára börn í; að standa með sér gegn staðalímyndum og útlitsdýrkun og rækta sjálfsvirðingu í mannlegum samskiptum.

Útgefandi
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum
Hvað
Stuttmynd, lag og leiðarvísir
Vefslóð
http://www.velferdarraduneyti.is/stattumedther/
Fyrir
Miðstig
Stattu með þér!