Sterkari út í lífið

Markmið verkefnisins er að auka aðgengi foreldra að efni sem ætlað er til að auðvelda samtöl um ýmislegt sem snýr að styrkingu sjálfsmyndar barna og unglinga og hægt er að nota heima við. Þá geta kennarar og annað fagfólk einnig nýtt sér efnið.

Meðal þess sem hægt er að finna á síðunni er fróðleikur um fjölskylduna, uppeldi, netnotkun, samfélagsmiðla og snjalltæki, samskipti, útlit, hegðun og líðan ásamt fleiru.
Þá er einnig að finna verkfærakistu fyrir grunnstig, miðstig og unglingastig með fjölda verkefna fyrir gagnrýna hugsun, núvitund & hugarró og sjálfsmynd.
Bekkjarsáttmálinn er opið skjal fyrir þá foreldra sem vilja taka höndum saman og samræma aðgerðir í uppeldi og eftirliti með börnum og unglingum nútímans og því ætlaður til þess að auðvelda foreldrum að framfylgja reglum. Helstu atriðin sem Sjálfsmynd mælir með að séu tekin fyrir í foreldrahópnum og sett fram í Bekkjarsáttmála eru aðgengi snjalltækja, miðlar og svefn & samskipti.

Samstarfsaðilar verkefnisins eru eftirfaradi: TVIST, Sálfræðingar Höfðabakka, Litla Kvíðameðferðarstöðin, Heimili og skóli, Samfélag, fjölskylda og tækni, Samtök um líkamsvirðingu og Núvitundarsetrið.

 

Útgefandi
Sjálfsmynd
Hvað
Vefsíða
Vefslóð
https://sjalfsmynd.is/
Fyrir
Öll stig (frá leikskóla til framhaldsskóla), Starfsfólk, Heimili - foreldrar
Sterkari út í lífið