Verndarar barna

Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðislegri misnotkun á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðislegri misnotkun barna af festu og ábyrgð.

Námsefnið Verndarar barna er fyrir: Fullorðna einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Stofnanir og félagasamtök sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.

Efnið byggist á: 7 skrefa til verndar börnunum, verkefnabók og stefnumótunarupplýsingar fyrir félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki.

Útgefandi
Blátt áfram
Hvað
Námskeið fyrir starfsmenn
Vefslóð
http://blattafram.is/namskeid/
Fyrir
Starfsfólk
Verndarar barna
Flokkað undir: