Stofnanir og félagasamtök sem vinna með börnum í Garðabæ halda reglulega námskeið fyrir alla starfsmenn með það að markmiði að styrkja hæfni þeirra til að fylgjast með og styðja við velferð barna og unglinga. Námskeiðin skiptast í námskeið A og B.

Námskeið A: Fjallar um skyldur þeirra sem starfa með börnum að gæta að velferð þeirra og öryggi. Leiðbeint er um hvernig fylgjast þurfi með börnum og hvert leita skuli ef upp kemur grunur um að barn sé beitt vanrækslu, sé beitt ofbeldi af einhverju tagi eða sýni áhættuhegðun. Kennarar á námskeiðinu eru Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss og annar höfundur bókarinnar Verndum þau og Guðrún Hrefna Sverrisdóttir, félagsráðgjafi hjá fjölskyldusviði Garðabæjar.

 

Námskeið B: Fjallar um jafnrétti, kynheilbrigði og sjálfsmynd. Hér er um nokkur námskeið að ræða og eru stofnanir og félagasamtök hvött til að bjóða upp á námskeið B á hverju ári. Meðal þeirra námskeiða sem góð reynsla er af eða hægt er að benda á eru:

  • Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur, fyrirlesari og leikskáld – fræðsla um kynlíf, ofbeldi og ábyrgð á netinu
  • Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastjóri jafnréttismála á skóla- og frístundasviði Reykjavíkur – fræðsla um jafnrétti kynjanna
  • Samtökin 78 – fræðsla til fagstétta um kynsegin og önnur helstu hugtök er tengjast hinsegin heiminum
  • Stígamót – Sjúkást
  • Sólborg Guðbrandsdóttir, söngkona, fyrirlesari og baráttukona gegn kynferðisofbeldi – fræðsla um meðal annars kynferðisofbeldi, hefndarklám, áreiti á netinu og ofbeldi í samböndum
  • Sigga Dögg, kynfræðingur – fræðsla um kynhegðun, kynlíf, kynfæri, klám, og kynsjókdóma