Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti

Þessu námsefni er ætlað að vera grundvöllur að umfjöllun og vinnu í tengslum við jafnréttismenntun í skólum. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 falla jafnréttismál undir samfélagsgreinar. Að auki er jafnrétti einn af sex grunnþáttum menntunar og á því að vera samofið öllu skólastarfi. Jafnrétti er því ekki fag sem er hægt að kenna einu sinni í viku heldur miklu frekar lífsmáti eða lífsstíll. Brýnt er að vera vakandi og nýta þau tækifæri sem gefast til umræðna og pælinga. Um leið og eitthvað kemur upp eða spurningar vakna þarf að ræða, svara, útskýra, leiðrétta misskilning, uppræta fordóma o.s.frv.
Nemendabókin er hugsuð fyrir nemendur í efri bekkjum miðstigs og jafnvel 8. bekk. Með lestri bókarinnar er nemendum boðið í eins konar ferðalag þar sem þeir kynnast börnum og fólki frá ólíkum heimshornum. Á ferðalaginu safna nemendur ýmsum hugtökum í verkfærakistuna sem gagnast þeim í jafnréttisumræðunni og við samfélagsrýni. Í því sambandi gæti verið tilvalið að láta nemendur skrifa dagbók eða leiðarbók um námið/ferðalagið.

Umfjöllunarefni nemendabókar mætti skipta í þrjá megin flokka:
– Sagt frá ýmsum hetjum í baráttunni fyrir jafnrétti.
– Reynslusögur barna um víða veröld, bæði sannar og skáldaðar.
– Útskýringar á félagsfræðilegum hugtökum sem notuð eru til að skilja jafnréttismál.

Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti 

Ég, þú og við öll – Kennsluleiðbeiningar

 

Útgefandi
Námsgagnastofnun, Kolbrún Anna Björnsdóttir, 2014
Hvað
Nemendabók og kennsluleiðbeiningar á vef
Vefslóð
https://mms.is/namsefni/eg-thu-og-vid-oll-sogur-og-stadreyndir-um-jafnretti
Fyrir
Miðstig, Unglingastig
Ég, þú og við öll – Sögur og staðreyndir um jafnrétti
Flokkað undir: