Stig af stigi

Stig af stigi er þjálfunarefni sem ætlað er að auka félags– og tilfinningaþroska barna á aldrinum 4 – 10 ára.  Stig af stigi er notað til að kenna börnum að skilja aðra og láta sér lynda við þá, að leysa úr vanda og byggja upp félagslegan skilning. Börnunum er þar að auki kennt að hafa stjórn á æsingi og reiði. Efninu er skipt upp í þrjú stig.  Það fyrsta ætlað tveimur elstu árgöngunum í leikskóla og fyrsta bekk í grunnskóla, annað stig er fyrir yngsta stig og þriðja stig er ætlað miðstigi (ekki er búið að þýða það efni).

Útgefandi
Reynir-ráðgjafastofa ( 2002). Höfundur Kathy Beland. Þórður Jónsson þýddi.
Hvað
Kennslukassi: Brúðuleikhús og myndaspjöld
Vefslóð
http://www.ismennt.is/not/dosa/hversvegnaSAS.htm
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig
Stig af stigi
Flokkað undir: