Blátt áfram – forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum

Blátt áfram vinnur að forvörnum gegn ofbeldi á börnum með fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og samfélagsins alls. Í fræðslunni er bent á áhrifaríkar aðferðir til að taka þau skref sem þarf til að vernda börn frá því að verða fyrir ofbeldi.

Blátt áfram býður upp á námskeiðið Verndarar barna sem er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Námsefnið er fyrir fullorðna einstaklinga sem bera ábyrgð á umönnun og verndun barna; sínum eigin eða annarra. Stofnanir og félagasamtök sem bera ábyrgð á eða þjóna börnum og unglingum.

Einnig býður Blátt áfram upp á eftirfarandi fyrirlestra og hægt er að bóka þá með því að senda póst á netfangið blattafram@blattafram.is.

  • Hvernig má vernda börn gegn kynferðisobeldi? -Ætlaður fullorðnum sem vinna með börnum og unglingum en einnig foreldrum og öðrum sem bera ábyrgð á börnum.
  • Einkastaðir líkamans. -Ætlaður foreldrum.

Þá er í boði fræðslu- og umræðukvöld hjá Blátt áfram sem er einskonar hópastarf fyrir aðstandendur barna sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.

Hægt er að bóka fræðslu fyrir lífsleiknitíma í skólum fyrir 7.-10.bekk eða krakka á aldrinum 13-16 ára í vinnuskólum landins.
Fræðslan er um forvarnir gegn kynferðisofbeldi og farið er yfir 5 skrefa bæklinginn og mikilvægi þess að leita sér hjálpar. Bókanir fara fram í gegnum netfangið blattafram@blattafram.is

Einnig er að finna teiknimyndina Leyndarmálið – segjum nei, segjum frá! en markmið hennar er að upplýsa börn um hvað kynferðislegt ofbeldi er og hvernig þau geti brugðist við slíkri ógn. Myndin er ætluð börnum í þriðja bekk.

Auk þess er að finna á síðunni ýmsar aðrar upplýsingar og verkfæri fyrir krakka, unglinga, foreldra og aðra sem starfa með börnum.

 

Útgefandi
Blátt áfram
Hvað
Forvarnarfélag, vefsíða
Vefslóð
https://www.blattafram.is/
Fyrir
Yngsta stig, Miðstig, Unglingastig, Starfsfólk, Heimili - foreldrar
Blátt áfram – forvarnir gegn kynferðisofbeldi á börnum