Sjúk ást

Sjúk ást er forvarnarverkefni á vegum Stígamóta um ofbeldi í samböndum ungmenna. Verkefnið snýst um að fræða ungt fólk um mörk og samþykki og er markmiðið að ungmenni þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullum samböndum.

Meðal þess sem hægt er að finna á vefsíðunni eru upplýsingar um kynlíf, klám, birtingarmyndir ofbeldis, hvað einkennir heilbrigð sambönd og margt fleira. Þá eru einnig upplýsingar um jafnrétti og femínisma auk kafla um aktívisma.

Sjúk ást heldur einnig út facebook síðu en hana má finna hér.

Starfsfólk Stígamóta býður upp á Sjúkást fræðslu fyrir nemendahópa í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskólum. Þá er einnig boðið upp á fræðslu fyrir fólk sem vinnur með aldurshópnum 13-20 ára í æskulýðs-, íþrótta- eða skólastarfi sem og foreldra. Fyrir nánari upplýsingar og til að panta fræðslu skal senda tövupóst á netfangið stigamot@stigamot.is

 

Útgefandi
Stígamót
Hvað
Vefsíða
Vefslóð
https://www.sjukast.is/
Fyrir
Unglingastig, Framhaldsskóli, Starfsfólk, Heimili - foreldrar
Sjúk ást