Bókin fjallar um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi á Íslandi. Af einurð er fjallað um afbrotin, umræðuna, dómskerfið og ekki síst staðreyndirnar – á hátt sem allir skilja. Í bókinni eru sögur af sigrum og ósigrum, þar er vitnað til á sjöunda tug núlifandi Íslendinga; til dómara, hjúkrunarfræðinga, barna, þingmanna, lögfræðinga, sálfræðinga, kennara, brotaþola og blaðamanna en í samhljómi þeirra kristallast skýrt: Við verðum að gera betur.
- Útgefandi
- Forlagið, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir (2009)
- Hvað
- Bók
- Vefslóð
- https://www.forlagid.is/baekur/a-mannamali/
- Fyrir
- Almenningur
Á mannamáli – ofbeldi á Íslandi