Karlmennska og jafnréttisuppeldi

Í þessari bók eru lagðar fram tillögur um jafnréttisuppeldi drengja, en þeir hafa verið taldir eiga undir högg að sækja í skólakerfinu eins og það hefur þróast til dagsins í dag. Höfundur bókarinnar, Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, kemst þó að þeirri niðurstöðu að slökum námsárangri drengja sé ekki síst um að kenna hefðbundnum karlmennskuímyndum sem geta jafnframt verið drengjum skaðlegar. Í viðauka bókarinnar er að finna verkefni fyrir börn og unglinga, foreldra og börn og að lokum fyrir kennaranema. Bókin er ætluð kennurum allra stiga en nýtist öllum sem koma að uppeldi.

Útgefandi
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands (2004)
Hvað
Bók og verkefni
Vefslóð
http://haskolautgafan.hi.is/karlmennska_og_jafnrettisuppeldi
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig, Miðstig, Unglingastig, Framhaldsskóli, Öll stig (frá leikskóla til framhaldsskóla), Starfsfólk, Heimili - foreldrar
Karlmennska og jafnréttisuppeldi
Flokkað undir: