Virðing og umhyggja – Ákall til 21. aldar

Fátt er mikilvægara en uppeldi og menntun æskufólks. Hér er athyglinni beint að því hlutverki uppalenda, einkum í skólastarfi, að rækta mikilvæg gildi í samskiptum fólks sem almenn samstaða ríkir um: Virðingu og umhyggju, vináttu og kærleika, réttlæti og umburðarlyndi.

Umfjöllunin byggist á áralöngum rannsóknum höfundar á félagsþroska og samskiptahæfni barna og ungmenna og uppeldis- og menntunarsýn kennara. Hún hvílir á traustum fræðilegum grunni og jafnframt er framsetningin afar lipur og aðgengileg. Viðfangsefnið snertir okkur öll, jafnt foreldra og aðra ættingja sem þær fagstéttir sem annast uppeldi og menntun barna og unglinga og hlúa að heilbrigði þeirra og farsæld.

Þessi bók um virðinguna er leiðarljós sem vísar veginn í uppeldi til sjálfsvirðingar sem er traustasti lykilinn að því að bera virðingu fyrir öðrum (Vigdís Finnbogadóttir).

Útgefandi
Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar. Höfundur: Sigrún Aðalbjarnardóttir
Hvað
Bók
Vefslóð
http://rlbu.hi.is/virding_og_umhyggja_akall_21_aldar
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig, Miðstig, Unglingastig, Framhaldsskóli, Öll stig (frá leikskóla til framhaldsskóla), Starfsfólk, Heimili - foreldrar, Almenningur
Virðing og umhyggja – Ákall til 21. aldar