Eru fjöllin blá?

Bók fyrir unga heimspekinga: Áhugaverð bók fyrir unga heimspekinga á aldrinum fjögurra til tíu ára. Í bókinni eru 10 stuttar siðferðisklípusögur sem snúa að heimi barna, upplifun þeirra á daglegu lífi og tilfinningum.

BÓK FYRIR UNGA HEIMSPEKINGA ætluð börnum á aldrinum fjögurra til tíu ára. Í henni eru 10 stuttar sögur með siðferðiklípum sem snúa að heimi barna, upplifun þeirra á daglegu lífi og tilfinningum. Í stað hefðbundinna kennsluleiðbeininga fylgja sókratískar spurningar hverri sögu, bæði svo hægt sé að að nota jafnt í skólakerfinu sem og á heimilum. Þessi bók er tilvalinn grunnur að samræðuþjálfun því hún fjallar um það sem brennur á börnum. Frábær bók sem mælt er með fyrir alla sem vilja leita svara með börnum.

Tilgangurinn er að opna fyrir heimspekilegar samræður sem snúast um að barnið velti fyrir sér eigin svari en hinn fullorðni hlusti og samþykki upplifun barnsins af sögunni. Höfundur fékk styrk frá námsgagnasjóði menntamálaráðuneytisins til að fullgera bókina. Á meðan bókin var í smíðum var hún notuð með góðum árangri á leikskólum, heimilum, sem og yngsta stigi og miðstigi grunnskóla.

Útgefandi
Tindur, Íris Arnasdóttir (2010)
Hvað
Barnabók
Vefslóð
http://tindur.is/index.php?pid=11&gid=24
Fyrir
Leikskóli, Yngsta stig, Heimili - foreldrar
Eru fjöllin blá?
Flokkað undir: