Samtökin 78

Fyrir nemendur: Boðið er uppá jafningjafræðslu í efri bekkjum grunnskóla og í menntaskólum. Tilgangur fundanna er að fræða og upplýsa nemendur um hvað í því felst að vera hinsegin manneskja og hvernig beri að nálgast þennan þátt lífsins á ábyrgan hátt. Gestirnir hefja fundina á stuttri kynningu á málefninu sem þau flétta inn í frásögn af sjálfum sér en síðan taka við spurningar og umræður. Þetta fyrirkomulag mælist vel fyrir og er vinsælt meðal nemenda. Alltaf er lögð áhersla á að fundirnir séu líflegir og fræðandi í senn.

Fyrir starfsfólk: Fræðsla um líf og tilveru hinsegin fólks. Með þessu starfi er leitast við að auðvelda kennurum og öðru starfsfólki skóla að taka á ýmsum málum sem lúta að hinsegin fólki á raunhæfan og faglegan hátt því að í öllum skólum og flestum bekkjardeildum er að finna ungt fólk sem er að velta fyrir sér kynhneigð og/eða kynvitund sinni eða tengist hinsegin manneskju fjölskylduböndum. Tekið er á ýmsum mikilvægum þáttum, svo sem markmiðum og leiðum með fræðslu, mögulegum vandamálum sem kunna að koma upp í skólastarfi og varða samkynhneigð, tvíkynhneigð eða transgender málefni og loks er bent á heppilegt fræðsluefni.

Útgefandi
Samtökin 78
Hvað
Vefsíða, fyrirlestrar og ráðgjöf
Vefslóð
http://www.samtokin78.is/
Fyrir
Unglingastig, Framhaldsskóli, Starfsfólk
Samtökin 78
Flokkað undir: