Ber það sem eftir er: Sexting og hrelliklám

Sexting (að skiptast á nektarmyndum) meðal barna og unglinga er sífellt meira í umræðunni, enda getur það haft alvarlegar afleiðingar. Rík þörf er fyrir vitundarvakningu – og upplýstir foreldrar eru besta forvörnin. Ef ekkert er aðhafst gætu fleiri börn lent í því að vera ber það sem eftir er á netinu.

Hrelliklám (einnig nefnt hefndarklám) er angi af sama meiði, en það er þegar nektarmyndum er dreift án samþykkis þess sem myndirnar eru af. Árið 2015 hélt Þórdís Elva Þorvaldsdóttir fyrirlestraröð fyrir foreldra í skólum víða um land þar sem fjallað var um sexting og hrelliklám undir yfirskriftinni „Ber það sem eftir er.“

Útgefandi
Vodafone, Þórdís Elva Þorvaldsdóttir (2015)
Hvað
Fræðslufyrirlestur
Vefslóð
https://vodafone.is/vodafone/samfelagsabyrgd/sameiginlegt-virdi/samskipti-og-fraedsla/sexting-og-hrelliklam
Fyrir
Starfsfólk, Heimili - foreldrar
Ber það sem eftir er: Sexting og hrelliklám