Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum. Hún er einnig til textuð.
Alls kyns um kynþroskann
Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um kynþroskann og helstu breytingar sem verða á líkama stelpna og stráka á þessu æviskeiði. Getnaður er einnig útskýrður í máli og myndum. Myndin er einkum ætluð nemendum á aldrinum 10–12 ára. Hún er
Um stelpur og stráka: Kynfræðsla – kennsluleiðbeiningar
Bókin er í fjórum köflum. Fyrsti kaflinn er um kynþroskann og þær breytingar sem hann hefur í för með sér. Kafli tvö er um ást og kynlíf. Sá þriðji fjallar um kynheilbrigði og fjórði og síðasti kaflinn er um barneignir.
Tölum saman: Kynlíf –unglingar
Bæklingur fyrir unglinga þar sem meðal annars skrifað um rétt unglinga í kynlífi, bjartar og dökkar hliðar kynlífs og hvert hægt sé að leita til að fá upplýsingar um kynlíf
Tölum saman: Samskipti foreldra og barna um kynlíf
Bæklingur þar sem fjallað er um mikilvægi þess að börn og unglingar fræðist um kynlíf, þroska barna á hinum ýmsu aldursskeiðum og leiðir fyrir foreldra til að ræða um kynlíf við börn og unglinga.
Svona varð ég til
Flestir krakkar spyrja sig einhvern tíma spurninga á borð við: Hvernig verða börnin eiginlega til? Er það satt að öll börn verði til úr frumu og eggi? Hafa allir verið í maganum á mömmu sinni og hvað gerist þar inni
Sigga Dögg – kynfræðingur
Kynfræðsla fyrir unglinga í grunnskólum, allt frá 5. bekk til 10. bekkjar og í framhaldsskólum – bæði í lífsleikni, þemadögum og á vegum nemendafélaganna. Fræðsla fyrir foreldra og starfsfólk skóla (kennarar, hjúkrunarfræðingar, starfsfólk félagsmiðstöðva): Hvernig tala fullorðnir við börn og unglinga um kynlíf?
Kynlíf
Þetta námsefni í kynfræðslu skiptist í blöð sem ætluð eru hvoru kyni fyrir sig. Efnistök blaðanna eru þó hin sömu. Í blöðunum er fjallað um kynlíf og kynþroskann. Ætlast er til að nemendur fái blaðið til eignar. Einnig fylgir myndband
Kjaftað um kynlíf
Handbók fyrir fullorðna til að tala um kynlíf við börn frá fæðingu til framhaldsskóla. Bókin heldur í hönd þína og leiðir þig í gegnum hvað sé að gerast á hverjum aldri fyrir sig og hvað sé eðlilegt og hvað ekki.
Hulstur utan um sál
Bókin útskýrir á einfaldan hátt hvernig börnin verða til. Fjallað er um ástina og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir langa bið eða þegar síst skyldi. Sjónarhornið færist milli níu barna sem eiga sér ólíka sköpunarsögu og búa við mismunandi fjölskylduaðstæður.