Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum. Hún er einnig til textuð.
Alls kyns um kynferðismál

Í þessari teiknuðu stuttmynd er fjallað um ýmsar hliðar kynferðismála. Rætt er um hugtök eins og kyn, kynvitund, kynhneigð og kynlíf. Myndin er einkum ætluð 13–15 ára nemendum. Hún er einnig til textuð.
Í bókinni er fjallað um ýmsa þætti kynjamála með heimspekilegum hætti. Stuttar örsögur og spurningar þjóna sem kveikjur að heimspekilegum samræðum þar sem reynt er að efla skilning á kynjamálunum. Ítarlegar tillögur að notkunarmöguleikum má finna aftast í bókinni. Bókin
Bókin er í fjórum köflum. Fyrsti kaflinn er um kynþroskann og þær breytingar sem hann hefur í för með sér. Kafli tvö er um ást og kynlíf. Sá þriðji fjallar um kynheilbrigði og fjórði og síðasti kaflinn er um barneignir.
Stuttmynd um sjálfsvirðingu, ofbeldi og að setja mörk. Forvarnar- og fræðsluefnið Stattu með þér!, sem er 20 mínútna löng stuttmynd ætluð nemendum á miðstigi grunnskóla. Myndinni er ætlað að spyrna gegn kynferðisofbeldi og klámvæðingu með sjálfsvirðingu og jákvæðni að leiðarljósi. Stattu
Upplýsingar um jafnrétti kynja til að vekja ungt fólk til umhugsunar um mótun kynjanna út frá menningu og umhverfi
Fræðslu- og námsvefur þar sem fjallað er á skýran og myndrænan hátt um helstu atriði í tengslum við kynþroska, kynlíf og kynheilbrigði.
Fjallað um gerð líkamans, starfsemi hans og þarfir. Með þessu efni er fáanleg kennarabók í stóru broti. Textinn í henni er ítarlegri en í nemendabókinni.
Handbók fyrir fullorðna til að tala um kynlíf við börn frá fæðingu til framhaldsskóla. Bókin heldur í hönd þína og leiðir þig í gegnum hvað sé að gerast á hverjum aldri fyrir sig og hvað sé eðlilegt og hvað ekki.
Bókin útskýrir á einfaldan hátt hvernig börnin verða til. Fjallað er um ástina og hvernig lífið kviknar, ýmist eftir langa bið eða þegar síst skyldi. Sjónarhornið færist milli níu barna sem eiga sér ólíka sköpunarsögu og búa við mismunandi fjölskylduaðstæður.
Fáðu já! er 20 mínútna stuttmynd sem ætlar sér að skýra mörkin á milli kynlífs og ofbeldis, vega upp á móti áhrifum klámvæðingar, brjóta ranghugmyndir á bak aftur og innræta sjálfsvirðingu í nánum samskiptum. Leiðarvísir fyrir starfsfólk grunnskóla fylgir.