Nám í skóla um hamingju og velferð · Að sitja fíl

Nám í skóla um hamingju og velferð – Að sitja fíl er handbók fyrir kennara sem byggist á hugmyndum jákvæðrar sálfræði. Í henni er meðal annars að finna hugmyndir um viðfangsefni í kennslustundum og ráðleggingar um hvernig má innleiða verkefni sem aukið geta velfarnað nemenda. Aftan á bókarkápu má lesa umsögn Kristjáns Kristjánssonar prófessors við HÍ:

„Þetta er framúrskarandi handbók fyrir kennara í lífsleikni á öllum skólastigum. Höfundur gengur út frá kenningum jákvæðrar sálfræði um hamingju og velfarnað sem markmið menntunar og gildi jákvæðra tilfinninga og núvitundar fyrir allt skólastarf. […]

Bókin er uppfull af hagnýtum persónulegum og faglegum leiðbeiningum og beinum tillögum um hvernig skipuleggja má kennslu í lífsleikni á skemmtilegan og árangursríkan hátt.“

Útgefandi
Námsgagnastofnun (2012)
Hvað
Handbók
Vefslóð
https://mms.is/sites/mms.is/files/filab_bls_3_5-10.pdf
Fyrir
Miðstig, Unglingastig, Framhaldsskóli, Starfsfólk
Nám í skóla um hamingju og velferð · Að sitja fíl