SKÍN verkefnið er samstarfsverkefni kennara í Garðaskóla og Hofsstaðaskóla. Verkefnið hlaut styrki frá Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ skólaárið 2015-2016 og 2016-2017 og Sprotasjóði menntamálaráðuneytis skólaárið 2015 – 2016. Markmið verkefnisins eru að gera námsmarkmið sýnilegri nemendum og foreldrum í daglegu skólastarfi og efla innra mat skóla.

Hér má lesa lokaskýrslu Sprotasjóðs verkefnisins:  LOKASKÝRSLA-SKíN-vef

Hér fyrir neðan er ein af afurðum verkefnisins, Verkfærakistu kennarans sem er þýðing á flokkunarkerfi Blooms og aðlögun kerfisins að hæfniviðmiðum aðalnámskrár.