Screen Shot 2016-01-22 at 13.26.00

 

 

 

 

Þróunarsjóðir leik- og grunnskóla í Garðabæ 
Markmið með þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ er að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við grunnskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla, geta sótt um styrk í Þróunarsjóðinn.

Sprotasjóður
Sprotasjóður sem styður við þróun og nýjungar í skólastarfi í leik- grunn- og framhaldsskólum í samræmi við stefnu stjórnvalda og aðalnámskrá viðkomandi skólastiga.

Þróunarsjóður námsgagna
Hlutverk þróunarsjóðs námsgagna er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla í því markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.

Endurmenntunarsjóður grunnskóla
Hlutverk Endurmenntunarsjóðs grunnskóla er að veita fé til endurmenntunar kennara í grunnskólum.

Nordplus
Fimm NORDPLUS- áætlanir á vegum fræðslusviðs Norrænu ráðherranefndarinnar hófu göngu sína í ársbyrjun 2004. Þær eru Nordplus fyrir háskóla, Nordplus Junior, Nordplus Sprog, Nordplus Voksen og Nordplus Nabo. Tilgangur þeirra allra er að stuðla að hreyfanleika og hvetja til samstarfs og samskipta á sviði menntunar milli einstaklinga og stofnana á Norðurlöndum. Norræna ráðherranefndin veitir fjármagn til styrkja sem auðvelda Norðurlandabúum að hafa innbyrðis samskipti, t.d. í formi skólaheimsókna. Alþjóðaskrifstofa háskólastigsins sér um þessa styrki.

Erasmus
Ný samstarfsáætlun Evrópusambandsins Erasmus+ sameinar mennta-,æskulýðs– og íþróttamál undir einn hatt. Áætlunin hófst þann 1. janúar 2014 og stendur yfir í sjö ár eða til ársins 2020. Á því tímabili renna tæplega 15 milljarðar evra til fjölbreyttra verkefna sem eiga að efla menntun, þjálfun, æskulýðsstarf og íþróttaiðkun almennings í Evrópu.Markmið Erasmus+ er tvíþætt; styðja við verkefni sem miða að því að auka færni og hæfni einstaklinga til að takast á við störf framtíðarinnar; og tryggja nútímavæðingu mennta- og æskulýðskerfa innan þátttökulandanna 33 sem taka þátt í Erasmus+.

Evrópumerkið / European Language Label
Fyrir tungumálakennara og / eða aðra sem koma að nýsköpun og tækniþróun tungumálakennslu.Viðurkenningunni er ætlað að beina athygli að frumlegum og árangursríkum verkefnum í kennslu og námi erlendra tungumála og hvetja til þess að aðferðir sem þar er beitt, nýtist sem flestum. Lögð er áhersla á að verkefnin feli í sér nýbreytni sem aðrir geti lært af og að þau séu liður í símenntun einstaklingsins.

Máltæknisjóður
Fyrir Einstaklinga, félög, stofnanir, og aðra sem vinna að íslenskri máltækni. til að styðja við verkefni á sviði máltækni i því skyni að gera íslensku gjaldgenga í stafrænni upplýsingatækni og stuðla að notkun hennar á þeim vettvangi. Tilgangurinn er annars vegar að efla og vernda íslenska tungu og hins vegar að auðvelda nýtingu nýrrar samskiptatækni í íslensku samfélagi, til hagsbótar almenningi, stofnunum og fyrirtækjum.

Námsorlof kennara og stjórnenda framhaldsskóla
Fyrir kennara, náms- og starfsráðgjafa, skólameistara og aðra stjórnendur framhaldsskóla sem starfað hafa í a.m.k. fimm ár við kennslu- eða stjórnunarstörf í framhaldsskóla. Þeir ganga fyrir sem ekki hafa hlotið launað námsorlof áður (frá grunn- eða framhaldsskólakennslu).Tilgangur námsorlofs er að veita þeim sem um það sækja tækifæri til að efla þekkingu sína og hæfni í starfi.

SEF – Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara
Fyrir: Fagfélög framhaldsskólakennara sem bjóða endurmenntun. Skóla/menntastofnanir vegna fyrirlestra eða ráðstefna. Hægt er að sækja um styrki til að skipuleggja sumarnámskeið framhaldsskólakennara í samstarfi við bókhaldsskylda fræðslu- eða menntastofnun, gestafyrirlestur á vegum fagfélags eða skóla, þátttöku í ráðstefnum og vettvangsnám.

Tungumálamiðstöðin í Graz
Fyrir kennara og starfsmenn sem koma að tungumálakennslu. Stuðningur við nám og kennslu í tungumálum, t.d. styrkjum til að sækja námskeið/vinnustofur.

Uppbyggingasjóður EES
Fyrir stofnanir, háskóla, fyrirtæki, sveitarfélög, félagasamtök, stúdenta og kennara o.fl. Menntunar-, samskipta-, og rannsókanarstyrkir tengdir mörgum efnisflokkum.Uppbyggingasjóður EES (áður Þróunarsjóður EFTA) var stofnaður í þeim tilgangi að vinna gegn efnahags- og félagslegum mismun í þeim ríkjum sem aðstoðina þiggja. Heildarupphæð sem varið verður til styrkja á árunum 2009 – 2014 er 1,79 milljarðar evra