Haustið 2015 verða haldin tvö aukanámskeið (s.k. Útspil) í tengslum við Samspil 2015: UT átak Menntamiðju og UT-torgs. Útspil er staðbundið námskeið sem ætlað er að kynna fyrir kennurum nýjungar í upplýsingatækni í námi og kennslu og búa þá undir frekari fræðslu sem fer fram á netinu, aðallega með vefmálstofum og umræðum og upplýsingamiðlun á samfélagsmiðlum. Námskeiðin verða haldin í Reykjavík þann 26. september og 8. október. Frekari upplýsingar og skráning eru á vef Samspils, http://samspil.menntamidja.is.