Í þessari skýrslu er gerð grein fyrir upphafsstöðu allra samstarfssaðila í verkefninu Velferð barna í Garðabæ. Sagt er frá tildrögum verkefnisins, gagnaöflun og aðferðum við greiningu gagnanna. Gerð verður grein fyrir því með hvaða hætti fræðsla um þessi viðfangsefni fer fram í stofnunum í dag.