Verkefnið Frá frumkvæði til framkvæmdar – Efling nýsköpunar- og frumkvöðlahæfni og þróun kennsluhátta og námsmats á grunnskólastigi var styrkt af Sprotasjóði skólaárið 2014 – 2015.

Þátttakendur í verkefninu voru hópur kennara í Flataskóla og Garðaskóla, Klifið, Menntaklifið og Félag kennara í nýsköpunarmennt. Sérfræðingar á námskeiðinu voru  Dr. Svanborgu R. Jónsdóttir, Dr. Rósa Gunnarsdóttir og Ásta Sölvadóttir en þær
hafa sérhæft sig í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt.

Nýsköpunar- og frumkvöðlamennt er námsgrein sem brýtur niður veggi í menntun og samþættir verklega færni og þekkingu úr ýmsum námskgreinum.  Í verkefninu var unnið með starfsmönnum á yngsta, og miðstigi í Flataskóla og starfsmönnum á unglingastigi í Garðaskóla. Starfsmennirnir  gengu í gegnum skapandi vinnuferli sem byggir á kennslufræði nýsköpunar- og frumkvöðlamenntar. Notast var við aðstæður í skólunum sjálfum við þjálfun starfsfólksins og einnig var Fab Lab í Breiðholti heimsótt.

Þróaðar voru leiðir til að hæfni í nýsköpunar- og frumkvöðlamennt verði felld inn í kennslu og námsferlið í skólunum. Stuðlað var að þverfaglegri samvinnu námsgreina þvert á hefðbundnar kennslugreinar. Þróaðar voru nýjar vinnuaðferðir, hæfni og tækni og mynduð teymi NFM kennara innan skólanna. Þátttakendur í verkefninu tóku þátt í námsefnisþróun nýs námsefnis fengu þjálfun í að tileinka sér eflandi kennsluaðferðir NFM. Verkefnastjórn var í höndum Ástu Sölvadóttur og Ágústu Guðmundsdóttur í Menntaklifinu.

Hér má sjá lokaskýrslu verkefnisins.

Heiðrún Tryggvadóttir meistaranemivið Menntavísindasvið HÍ fylgdist með innleiðingu verkefnisins og skrifaði M.Ed. verkefni um upplifun sína vorið 2015. Sjá hérna:  http://hdl.handle.net/1946/23226

fra-frumkvaedi