Screenshot 2016-08-29 12.09.58Nú dögunum kom út glæsilegur fræðslupakki frá Hönnunarmiðstöð Íslands er nefnist: Sjálfsagðir hlutir, og fjallar um hönnun í okkar nánasta umhverfi. Fræðslupakkann má nýta sem kveikju fyrir nýsköpunartengd verkefni í skólum.  Tilgangur með þessum fræðslupakka í glæruformi er að vekja athygli á þeirri hönnun sem er í okkar nánasta umhverfi. Í skólastofunni eru dæmi um hluti sem teljast til hönnunarklassíkur en láta lítið yfir sér. Tillögur að verkefnum og vangaveltum fylgja glærunum. Það er í valdi hvers og eins hvort að öll verkefnin eru unnin. Best er að lesa glærurnar í gegn áður en þær eru nýttar til kennslu.

Fræðslupakki

Fræðslupakki um hönnun í nánasta umhverfi okkar

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *