Vefurinn 6h.is

Fræðsla um heilsu og þætti er tengjast henni er einn af mikilvægustu þáttum í heilsuvernd barna. Á vefnum er umfjöllun um heilbrigð samskipti og ofbeldi. Farið yfir ýmsa þætti er varða kynheilbrigði og kynferðislegt ofbeldi. Markmið með þessum heilsuvef er að útvega áreiðanlegar upplýsingar frá fagfólki um heilsutengda þætti fyrir börn, unglinga og foreldra.

Sex hugtök sem byrja öll á H mynda umgjörð 6H heilsunnar þetta eru hugtökin: hollusta, hreyfing, hamingja, hugrekki, hvíld og hreinlæti. Sjöunda hugtakið sem er kynþroski hefur síðan skírskotun til tölustafsins 6. Að lokum eru slysavarnir og neytendaheilsa efnisflokkar sem ganga þvert á hina sjö efnisflokkana.

Vefurinn 6h.is
Útgefandi
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, Barnaspítali Hringsins og Embætti landlæknis
Hvað
Vefsíða
Vefslóð
http://www.6h.is/
Fyrir
Leikskóli Yngsta stig Miðstig Unglingastig Framhaldsskóli Öll stig (frá leikskóla til framhaldsskóla) Starfsfólk Heimili - foreldrar Almenningur

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *