Sports, Media and Stereotypes. Women and Men in Sports and Media

Markmið verkefnisins var tvíþætt. Annars vegar að skapa þekkingu á hlut og hlutverk karla og kvenna í íþróttafréttum í Evrópu og hinsvegar að finna leiðir til að brjóta upp staðalmyndir kynjanna í tengslum við íþróttir. Fjölmiðlar eiga stóran þátt í ímyndasköpun bæði kvenna og karla. Karlar eru á margan hátt ráðandi í íþróttaumfjöllun fjölmiðla meðal annars sem íþróttaiðkendur, álitsgjafar og íþróttafréttamenn. Þessi veruleiki endurspeglast einnig í þeirri almennu trú að karlar séu virkir gerendur í íþróttum en konur aftur á móti sitji hjá á þessu sviði. Það má ljóst vera að rannsóknir á þessum kynjaða veruleika íþróttaheimsins eru sérstaklega mikilvægar og má þar nefna þá staðreynd að stúlkur hætta oft á tíðum að stunda skipulagðar íþróttir þegar þær ná unglingsaldri en það sama gildir ekki um karlkyns jafnaldra þeirra. Þetta hefur að hluta verið rakið til skorts á kvenkyns fyrirmyndum í íþróttaumfjöllun fjölmiðla.

Sports, Media and Stereotypes. Women and Men in Sports and Media
Útgefandi
Evrópusambandið, Jafnréttisstofa
Hvað
Skýrsla
Vefslóð
http://jafnretti.is/D10/_FILES/sms_report_lokaloka.pdf
Fyrir
Starfsfólk

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *