Öryggishringurinn

Coppard (2008) lýsir nokkrum verkefnum sem nota má í forvörnum þar á meðal öryggishringnum og aðferðum til að leggja mat á líðan barna. Mikilvægt er að hvert barn upplifi öryggisnet sitt, þ.e.a.s. til hvaða fólks það getur leitað til um ráð og aðstoð. Öryggishringurinn er verkefni sem gott er að vinna með yngstu börnunum en hann er einnig hægt að laga að þörfum eldri barna. Ráðlegt er að börnin geri öryggishring í upphafi hvers skólaárs. Hvert barn fær mynd af sjálfu sér sem búið er að líma í miðju hringlaga forms. Lagt er til að kennarinn byrji á því að segja nemendum hverjir hafi verið í öryggishringnum hans þegar hann var lítill og hvers vegna, t.d. mamma, pabbi, amma, frændi, kennarinn, vinur hans, stuðningsfulltrúi og nágranni. Kennarinn getur svo beðið börnin að segja frá því hverjir séu í hringnum þeirra og rætt um mikilvægi þess að eiga öryggisnet sem nær til þeirra staða sem barnið dvelur á. Loks eru nöfnin sem börnin hafa valið í öryggishringinn sinn skrifuð umhverfis myndina á skífunni. Gott er að vísa til öryggishringsins þegar á þarf að halda. (Úr bókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla, bls. 63).

Öryggishringurinn
Útgefandi
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Námsgagnastofnun
Hvað
Verkefni, vefur, bók, spil
Vefslóð
http://leidinafram.is/wp-content/uploads/2014/11/ofbeldi_gegn_bornum_handbok.pdf
Fyrir
Leikskóli Yngsta stig

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *