Mat á líðan barna

Eitt af því sem kennari getur gert til að fylgjast með líðan nemenda er að leggja reglulega kannanir fyrir þá. Fyrir yngstu börnin er einfalt að vera með einfalda mynd af þremur andlitum í röð, það fyrsta er brosandi og glatt, annað er hlutlaust og það þriðja er leitt. Kennarinn biður barnið að bregðast við fullyrðingum með því að benda á eða merkja við viðeigandi andlit. Kennarinn notar fullyrðingar miðað við aðstæður hverju sinni. Hér eru nokkur dæmi: „Mér finnst gaman í leikskólanum/skólanum.“ „Það er gaman að vera úti að leika/í frímínútum.“ „Ég á marga vini í skólanum.“

Á svipaðan hátt má kanna líðan eldri nemenda en nota í staðinn kvarða, t.d. frá 1–5, sem nemendur merkja við. Leita þarf nánari skýringa þegar svör nemenda gefa vísbendingu um vanlíðan og þá er gott að ræða um hvað hægt sé að gera til að bæta ástandið. (Úr bókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla).

Mat á líðan barna
Útgefandi
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Námsgagnastofnun
Hvað
Könnun
Vefslóð
http://leidinafram.is/wp-content/uploads/2014/12/Ofbeldi-gegn-b%C3%B6rnum.-Handb%C3%B3k-fyrir-starfsf%C3%B3lk-sk%C3%B3la.pdf
Fyrir
Leikskóli Yngsta stig