Kynferðisofbeldi gegn börnum

Málsmeðferð réttarkerfisins og réttarvernd barna. Markmiðið með ritinu er að: Greina meginreglur samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, Lanzarotesamnings Evrópuráðsins um vernd barna gegn kynferðislegri misnotkun og misneytingu og Leiðbeininga Evrópuráðsins um barnvænlega réttarvörslu, svo og að draga fram þau atriði sem ber að hafa að leiðarljósi við meðferð réttarkerfisins á málum um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum.

Kortleggja meðferð máls um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum innan réttarkerfisins, fjalla um hlutverk, vinnulag og samspil ólíkra aðila og greina hvernig haga megi málsmeðferð til að tryggja fyrirmyndarviðbrögð við kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

Kynferðisofbeldi gegn börnum
Útgefandi
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr
Hvað
Bók
Vefslóð
http://leidinafram.is/wp-content/uploads/2014/12/Kennsluefni_Final_Net-1.pdf
Fyrir
Starfsfólk