Könnun á líðan í bekknum – hópnum

Nemendur eru beðnir að skrifa einn tölustaf á ómerktan miða sem þeir brjóta saman og afhenda kennaranum. Tölurnar eru á bilinu 1–10. Talan 10 merkir að nemandanum geti ekki liðið betur í bekknum en talan 1 að honum líði mjög illa þar. Kennarinn skráir tölurnar af miðunum á mæli með skalanum 1–10, sem hann hefur teiknað og sett upp á töflu. Nemendur og kennarinn skoða niðurstöðurnar saman og ræða um merkingu þeirra og hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Að sjálfsögðu er ekki ætlunin að nemendur reyni að greina hver á hvaða svar en ef einhverjir nemendur gefa líðan sinni mjög lágar einkunnir þarf kennarinn að halda vöku sinni og reyna að átta sig á því um hvern er að ræða og ræða við hann í trúnaði. (Úr bókinni Ofbeldi gegn börnum – hlutverk skóla).

Könnun á líðan í bekknum – hópnum
Útgefandi
Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Námsgagnastofnun Reykjavík
Hvað
Hópverkefni
Vefslóð
http://leidinafram.is/wp-content/uploads/2014/12/Ofbeldi-gegn-b%C3%B6rnum.-Handb%C3%B3k-fyrir-starfsf%C3%B3lk-sk%C3%B3la.pdf
Fyrir
Yngsta stig Miðstig Unglingastig