Börn og miðlanotkun

Hvernig má efla miðlalæsi barna með samtali foreldra og barna? Hvernig má hjálpa börnum að nálgast miðlaefni við sitt hæfi og hvetja þau til að framleiða sitt eigið efni? Hvernig má auka öryggi barna gagnvart skaðlegu miðlaefni og hvað er til ráða ef barnið lendir í neteinelti? Í handbókinni er fjallað um sjónarmið sem gott er að hafa í huga í tengslum við miðlanotkun barna og ungmenna. Í hverjum kafla eru haldbærar leiðbeiningar sem settar eru upp með þeim hætti að foreldrar geti auðveldlega hafið samtal við börnin sín um hinar ýmsu hliðar miðlanotkunar; leyft þeim að kynnast ólíkum miðlum og nýta sér þau tækifæri sem þeir bjóða upp á en um leið kennt þeim að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna.

Börn og miðlanotkun
Útgefandi
Fjölmiðlanefnd, SAFT og Heimili og skóli
Hvað
Handbók
Vefslóð
http://www.saft.is/wp-content/uploads/2012/06/HS_midlalaesi.pdf
Fyrir
Heimili - foreldrar
    

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *